LKL – LCHF

Lág kolvetna lífstíllinn eða Low Carb High Fat mataræði er “nýjasta nýtt” – þó það sé það alls ekki.
Það á ýmislegt sameiginlegt með Atkins kúrnum og Paleo/Primal mataræðinu en í grunninn byggist LKL á því að takmarka kolvetni í fæðunni.

Maðurinn þarf prótein, kolvetni og fitu og það er misjafnt hvaða hlutföll er miðað við.
Það er hins vegar einstaklingsbundið hver þau hlutföll eru. Í LKL (Í þeim tilfellum þar sem fólk vill léttast) eru kolvetni takmörkuð verulega en fitu bætt við í staðinn. Hlutföllin eru gjarnan 5% kolvetni, 30-35% prótein og 60-65% fita. Í þessum sömu tilfellum, þar sem fólk vill léttast, eru þessi 5% kolvetni u.þ.b. 20 grömm af kolvetnum á dag.

Þá er bara að finna út hvaða fæða er kolvetnisrík og hvaða fæða er það ekki.

Hér mun ég safna saman tenglum, uppskriftum, upplýsingum og öllu sem mér dettur í hug varðandi LKL mataræðið.

Share

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


3 + nine =

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>